sudurnes.net
Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum í lokaleikjum 3. deildar - Local Sudurnes
Reynismenn áttu veika von um sæti í 2. deildinni í knattspyrnu fyrir leiki lokaumferðarinnar og það er óhætt að segja að þeir hafi gert sitt besta til að tryggja sér sætið en þeir unnu sinn leik gegn KFS 2-3 á útivelli. Keppinautarnir um sæti í annari deild, Völsungur átti hinsvegar leik gegn botnliði deildarinnar og unnu sinn leik 7-1, þannig að Reynismenn munu leika í 3. deildinni að ári, eftir að hafa endað í 3. sæti með 34 stig. Víðismenn sem hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu héldu uppteknum hætti í leik sínum gegn KFR á heimavelli, 4-1 sigur hjá Víðismönnum í lokaleiknum þýðir að þeir enduðu tímabilið um miðja deild með 23 stig, eftir að hafa verið viðloðandi botninn fyrri hluta tímabilsins. Meira frá SuðurnesjumGríðarlega mikilvægur grannaslagur í Garði á laugardagNjarðvík deildarmeistari – Stórt tap hjá VíðiYngri flokkalið Njarðvíkinga kláruðu vetrarvertíðina með stælSigrar hjá Keflavík og Njarðvík – Grindavík tapaðiMikilvægir leikir hjá Suðurnesjaliðunum í boltanum um helginaReynismenn fá reynslubolta að láni frá GrindavíkVíðir tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á ÞróttiArnór Ingvi meistari með MalmöFimm Íslandsmeistaratitlar til Keflavíkur í skotfimiKeflavíkurstúlkur taka á móti HK/Víking í undanúrslitum Lengjubikars