sudurnes.net
Sex Suðurnesjastúlkur í landsliðshópnum í körfuknattleik - Local Sudurnes
Landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik, Ívar Ásgrímsson, hefur valið 15 manna æfingahóp sem kemur fyrst saman þann 13. nóvember til æfinga. Keflavíkurstúlkurnar Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir eru nýliðar í hópnum að þessu sinni. Landsliðið leikur gegn Slóvakíu þann 19. nóvember ytra og hér heima í Laugardalshöllinni og þann 23. nóvember gegn Portúgal og lýkur þar með undankeppninni fyrir EM á næsta ári sem hófst í nóvember 2015 eftir nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA. Leikmennirnir sem voru valdir í hópinn: Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 landsleikir Birna Valgerður Benónýsdóttir – Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – Valur · 2 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir – Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir – Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir – Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir – Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · 35 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir – Skallagrímur · Nýliði Salbjörg Ragna Sævarsdóttir – Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir – Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík · Nýliði Meira frá SuðurnesjumUnglingalandsliðin í körfu: Framtíðin er [...]