sudurnes.net
Sex Sandgerðingar töpuðu með 76 stiga mun á Akureyri - Local Sudurnes
Reynismenn úr Sandgerði sitja sem fastast á botni 1. deildarinnar í körfuknattleik, liðið hefur tapað öllum átta leikjum sínum til þessa. Reynismenn heimsóttu Þórsara á Akureyri í dag og er óhætt að segja að sú ferð hafi ekki verið til fjár, liðið tapði með 76 stiga mun. Reynismenn mættu þjálfaralausir og með aðeins sex leikmenn til leiks á Akureyri á móti fullmönnuðu toppliði Þórs, þreyta sagði því fljótt til sín hjá Sandgerðingum sem skoruðu aðeins 19 stig í fyrri hálfleik gegn 59 stigum Þórsara. Síðari hálfleikurinn var á sviðuðum nótum, segir á Karfan.is, en þar má finna ítarlega umföllun um leikinn, Þórsarar leyfðu yngri mönnum að spreyta sig á löngum stundum í leiknum og juku á forskotið eftir því sem á hann leið. Lokatölur urðu 116-40 heimamönnum í vil og Reynismenn sitja enn án stiga á botni deildarinnar. Róbert Ingi Arnarsson skoraði 12 stig fyrir Reynismenn, Brynjar Þór Guðnason 9 og Garðar Gíslason skoraði 8 og tók 10 fráköst. Meira frá SuðurnesjumKanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn TindastóliNjarðvíkursigur í grannaslagnumFjórir grunnskólar Reykjanesbæjar í úrslitum SkólahreystiU18 landsliðið Norðurlandameistari í körfu – Suðurnesjadrengir stóðu sig velAllir leikirnir í bikarúrslitunum í beinni útsendinguStórsigur Keflavíkur gegn Gróttu – Sveindís Jane skoraði 6 mörkRagnheiður Sara í þriðja sæti [...]