sudurnes.net
Sara fer vel af stað á Wodapalooza - Local Sudurnes
Sara Sigmundsdóttir fer vel af stað á Wodapalooza CrossFit mótinu sem fram fer í Miami í Bandaríkjunum. Byrjunin gefur góð fyrirheit um baráttuna sem búast má við á milli Söru og heimsmeistarans Tia-Clair Toomey á heimsleikunum sem fram fara í sumar, en þær hafa báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar á Wodapalooza. Verðlaunin á mótinu eru ekki af verri endanum, en sigurvegarinn fær heilar 6,4 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Annað sætið gefur 3,8 milljónir og þriðja sætið tæpar 2,6 milljónir. Verðlaunafé er veitt alveg niður í tíunda sætið sem gefur 128 þúsund krónur. Keppendur geta einnig unnið sér inn meiri pening því það er boðið upp 2020 Bandaríkjadali fyrir sigur í hverri grein eða rúmlega 258 þúsund íslenskar krónur og hefur Sara þegar unnið eina greina á mótinu til þessa. Meira frá SuðurnesjumSara önnur á WodapaloozaRagnheiður Sara þriðja fyrir lokagreinina á heimsleikunumAnnað sætið tryggði Söru sex milljónir krónaSara fékk tæpa milljón í verðlaun á HeimsleikunumSara enn á meðal tekjuhæstu crossfit-keppenda heimsRagnheiður Sara þriðja í Miami – Myndband!Ragnheiður Sara í þriðja sæti fyrir lokaátökinTil mikils að vinna á Heimsleikunum í crossfitRagnheiður Sara sigraði á sterku móti í BostonRagnheiður Sara tekur þátt í liðakeppni CrossFit Games