Nýjast á Local Suðurnes

Róbert og Nihad þjálfa Grindavíkurstúlkur

Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni. Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti. Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni.

Róbert þjálfaði karlalið Tindastóls árin 2007 og 2008 og árið 2010 var hann þjálfari hjá KS/Leiftri (í dag KF).

Róbert varð síðar framkvæmdastjóri hjá KF en hann er nýfluttur heim til Íslands eftir að hafa búið á Englandi undanfarin ár.