sudurnes.net
Reynsluboltar og markamaskína til Njarðvíkur - Local Sudurnes
Þrír erlendir leikmenn eru að bætast við leikmannahóp Njarðvíkinga, sem verma efsta sæti 2. deildarinnar í knattspyrnu um þessar mundir, en þeir koma inn í staðinn fyrir tvo sem eru á förum erlendis til náms um mánaðarmótin. Jón Veigar Kristjánsson og Magnús Þór Magnússon eru báðir á leið í nám til USA. Þetta eru Skotarnir Kenneth Hogg og Neil Slooves sem koma báðir til Njarðvíkur frá Tindastól. Kenneth sem er sóknarmaður hefur leikið með Tindstól síðustu tvö tímabil og var einn af markahæstu leikmönnum 3. deildar í fyrra. Hann á að baki 32 leiki og gert 23 mörk með Tindastól í mótum hér á landi. Neil sem er varnar og miðjumaður kom til Tindastóls sl. vor eftir nám í USA og hefur leikið 11 leiki í 2. deild og gert 1 mark. Þá er það Gualter Bilro frá Portúgal. Hann er 31 árs varnar og miðjumaður sem kemur frá Almancilense sem leikur í. Gualter er reynslumikill leikmaður og er hægt að skoða ferill hans hér . Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar nálgast Inkasso – Hogg með tvö mörk í öruggum sigri á VestraMarkahrókur og varnarjaxl taka slaginn með Njarðvík í Inkasso-deildinniÖruggt hjá Njarðvík í fyrsta leikHelgi Þór gengur til liðs við NjarðvíkingaSterkir Víðismenn lögðu Kára á Akranesi2 deildin: Njarðvík á toppnum [...]