sudurnes.net
Reynir og Víðir áfram í Borgunarbikarnum - Local Sudurnes
Sandgerðingarnir í Reyni gerðu góða ferð austur fyrir fjall í kvöld þar sem þeir lögðu Hamar frá Hveragerði að velli í annari umferð Borgunarbikarsins. Reynismenn höfðu skorað fjögur mörk gegn einu heimamanna áður en yfir lauk og verða því í pottinum þegar dregið verður í 32ja liða úrslitin á föstudag. Víðismenn verða einnig í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð Borgunarbikarsins, en þeir lögðu Berserki að velli á Nesfiskvellinum í Garði. Líkt og grannarnir úr Sandgerði skoruðu Víðismenn fjögur mörk og fengu á sig eitt. Það verða því fjögur Suðurnesjalið í pottinum þegar dregið verður á föstudaginn, en Keflavík og Grindavík höfðu áður tryggt sitt pláss í pottinum. Meira frá SuðurnesjumJafnt hjá Keflavík í lokaleiknum – Grindavík skoraði mest allra liða í deildarkeppniÖruggir sigrar hjá Njarðvík og VíðiFátt um fína drætti þegar Keflavík tapaði fyrir StjörnunniVíðir á toppi þriðju deildar eftir stórsigur – Reynir og Þróttur töpuðuÞróttur Vogum ætlar að leggja Fram að velli í dagB-lið Njarðvíkur mætir Skallagrími í bikarnum – Með um 200 landsleiki að bakiKeflavík heimsækir Íslandsmeistarana í bikarnumÓli Stefán og Janko áfram með GrindavíkPortúgölsk landsliðskona til Grindavíkur – Skoraði í fyrsta leikNjarðvík og Keflavík áfram í Powerade-bikarnum