Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara sigurstrangleg – Uppselt á Heimsleikana í crossfit

Uppselt er á Heimsleikana í crossfit - En beinar útsendingar verða á netinu og á ESPN

Crossfitdrottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er af mörgum talin sigurstrangleg í kvennaflokki á Heimsleikunum í crossfit sem fram fara í StubHub Center í Carson í Kaliforníu dagana 19.-24 júlí næstkomandi. Ragnheiður Sara endaði, eins og flestum ætti að vera kunnugt, í þriðja sæti á síðustu leikum, eftir að hafa leitt keppnina allt þar til í síðustu þrautinni.

Áhugi á Heimsleikunum eykst stöðugt, en nú þegar er uppselt á keppnina, þrátt fyrir að bætt hafi verið við auka stúku. Leikarnir verða þó, eins og undanfarin ár, sýndir í beinni útsendingu á heimasíðu keppninnar, á Youtube og á íþróttastöðinni ESPN.

Ragnheiður Sara, sem hefur unnið Evrópuhluta keppninnar undanfarin tvö ár, var vinsælt viðfangsefni fjölmiðla, sem fjalla um íþróttina, fyrir og á meðan á Heimsleikunum stóð á síðasta ári og voru tekin við hana fjölmörg viðtöl, brot af því besta má sjá hér fyrir neðan.

Eins og flestir sannir íþróttamenn, er Ragnheiður Sara öflug á samfélagsmiðlunum og er hægt að fylgjast með henni bæði á  Facebook og Instagram.