sudurnes.net
Ragnheiður Sara heldur efsta sætinu eftir dag tvö - Local Sudurnes
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir heldur enn forystu í undankeppni fyrir Heimsleikana í crossfit sem fram fer í Madríd á Spáni um helgina. Keppt var í þremur greinum í dag og lenti Ragnheiður Sara í öðru sæti í fyrstu grein, fimmta sæti í þeirri næstu og gerði sér svo litið fyrir og sigraði þá þriðju á nýju meti. Ragnheiður Sara hefur 470 stig fyrir lokadaginn á morgun, en þá verður keppt í tveimur greinum. Íslensku keppendurnir raða sér í efstu sætin, en Annie Thorisdóttir er í öðru sæti með 450 stig og Þuríður Erla Helgadóttir í því fjórða með 391 stig. Áhugasamir geta prófað þrautirnar sem stúlkurnar keppa í, en nákvæma lýsingu á greinunum er að finna hér. Svo er um að gera að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á morgun, en Ragnheiður Sara hefur keppni klukkan 11:00-11:20 og lokagreinin fer svo fram klukkan 13:35-13:45. Meira frá SuðurnesjumRagnheiður Sara efst eftir dag tvö á Heimsleikunum í crossfitHeimsleikarnir: Sara skaust upp í fjórða sætiRagnheiður Sara í áttunda sæti eftir fyrstu grein – Efst af Íslensku keppendunumRagnheiður Sara sigraði í Dubai – Fær rúmar sex milljónir króna í verðlaunRagnheiður Sara sigraði á sterku móti í BostonRagnheiður Sara tekur þátt í liðakeppni CrossFit GamesSara [...]