sudurnes.net
Ragnheiður Sara hefur þénað milljónir á crossfitkeppnum - Local Sudurnes
Árangur Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur á heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í Kaliforniu í lok júlí hefur vart farið framhjá nokkrum Suðurnesjamanni, en hún lenti sem kunnugt er í þriðja sæti á leikunum eftir að hafa verið í forystu nær alla keppnisdagana. Hún bætti svo í sarpinn og sigraði á “The Granite Games 2015” sem fram fóru í Minnesota í Bandaríkjunum um síðustu helgi, sigurinn á leikunum kom á góðum tíma því Ragnheiður Sara fagnaði 23ja ára afmæli sínu sama dag, eða þann 12. september. Ragnheiður Sara endaði í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit og fékk í sinn hlut rétt um 8.000.000 króna Verðlaunafé í crossfit hefur hækkað umtalsvert Fyrir heimsleikana tilkynntu skipuleggjendur um töluverða hækkun á verðlaunafé, sem kom sér vel fyrir Ragnheiði Söru sem endaði í 3. sæti leikanna og fékk í sinn hlut 60.000 dollara eða rétt tæpar átta milljónir króna. Þar að auki sigraði hún eina grein á leikunum og fékk fyrir það tæpar 400.000 krónur. Þá sigraði Ragnheiður Sara svæðiskeppni (regionals) fyrir leikana sem skilaði henni um 600.000 krónum í verðlaunafé. Heimsleikarnir í crossfit skiluðu Ragnheiði Söru því rétt um níu milljónum króna í verðlaunafé. Ragnheiður Sara á “The Granite Games 2015” sem hún sigraði [...]