sudurnes.net
Powerade-bikarinn: Sterk vörn og mikil breidd Grindvíkinga gæti gert gæfumuninn - Local Sudurnes
Grindavíkurstúlkur stefna ótrauðar á að bæta þriðja bikarmeistaratitli félagsins í safnið þegar liðið mætir Snæfelli í úrslitaleik Poweradebikarsins í kvennaflokki, í dag klukkan 14. Grindvíkingar hafa tiltil að verja, en töluverðar breytingar hafa verið á liðinu frá því fyrir ári síðan, en liðið hefur meðal annars fengið nýjan þjálfara. Lið Grindavíkur sem lagði Njarðvíkinga, Hauka og Stjörnuna að velli á leið sinni í úrslitin, hefur verið á mikilli siglingu undanfarin misseri og nokkuð ljóst að ekkert verður gefið eftir í leiknum í dag. Snæfell telst sterkara liðið á pappírum en það hefur lítið að segja þegar á út á völlinn er komið, því lið Grindavíkur hefur mikla breidd og gríðarlega reynslu. Liðið leikur sterka vörn og það gæti skipt sköpum í leiknum í dag. Leikur Snæfells og Grindavíkur hefst klukkan 14 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Meira frá SuðurnesjumAllir leikirnir í bikarúrslitunum í beinni útsendinguElvar Már með stórleik – Sjáðu sturlaðar stoðsendingar og magnaðar körfur!Elvar Már yfirgefur Njarðvíkinga sem fá reynslubolta í staðinnB-lið Njarðvíkur mætir Skallagrími í bikarnum – Með um 200 landsleiki að bakiGeimfarar næla í flotta söngkonuMarkamaskína til KeflavíkurNjarðvíkurstúlkur ÍslandsmeistararEmil Barja er íþróttamaður Voga 2015Njarðvíkingar fá liðstyrk í fótboltanumRekinn daginn eftir að hann meiddist – “Allt [...]