sudurnes.net
Páll Axel tekur við Grindavík - Local Sudurnes
Páll Axel Vilbergsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkiur í körfuknattleik, en hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni, sem lætur af störfum vegna veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kkd. Grindavíkur, sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. Eins og ekki sé nóg búið að ganga á hjá kvennaliði okkar Grindvíkinga, þá bættist við þessa raun okkar að Bjarni Magnússon sem tók við liðinu í haust, þarf vegna erfiðrar sýkingar að segja starfi sínu lausu. Þótt körfubolti skipti gríðarlega miklu máli þá er það nú þannig að heilsan kemur á undan í forgangsröðinni. Bjarni veiktist rétt fyrir jólin og ákvað stjórnin í góðu samráði við Bjarna að bíða út janúar í þeirri von að hann myndi braggast en það varð ekki raunin. Samvinnan við Bjarna var algjörlega til fyrirmyndar og þótt stjórnin reikni ekki með að ráða Bjarna aftur sem leikmann en hann var vissulega leikmaður okkar einu sinni, þá er Bjarni klárlega velkominn aftur til starfa hjá okkar góða klúbbi. Við óskum Bjarna bata og betri heilsu og þökkum honum enn og aftur. Við keflinu tekur einn af dáðari leikmönnum okkar Grindvíkinga, Páll Axel eða „Paxel“ eins og við kjósum að kalla hann. Kappinn þurfti [...]