sudurnes.net
Öruggur Njarðvíkursigur á botnliðinu - Local Sudurnes
Myron Dempsey, nýr leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, lofar góðu, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í stórsigri á Snæfelli, 99-70. Dempsey skoraði 21 stig og tók 12 fráköst í leiknum, en fyrsta karfa kappans fyrir liðið var af dýrari gerðinni, glæsileg troðsla eftir hraðaupplaup. Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina í leiknum frá upphafi, en nokkrir þristar á réttum augnablikum héldu Snæfelli þó inn í leiknum í fyrrihálfleik, en staðan að honum loknum var 46-40 Njarðvíkingum í vil. Síðari hálfleikur var Njarðvíkinga, sem náðu snemma góðri forystu, en munurinn var kominn í 15 stig þegar flautað var til loka þriðja leikhluta, 72-57. Njarðvíkingar juku svo muninn eftir því sem leið á fjórða leikhluta og lönduðu öruggum sigri gegn neðsta liði deildarinnar. Allir leikmenn Njarðvíkinga komust á blað í leiknum í gærkvöldi, Dempsey stigahæstur eins og áður segir með 21 stig og Björn Kristinsson kom næstur með 17 stig. Meira frá SuðurnesjumStór og stæðilegur leikmaður gengur til liðs við NjarðvíkLéttur sigur KR-inga í toppslagnumFriðrik áfram formaður í NjarðvíkDominos-deildin: Öruggur sigur hjá Keflavík – Njarðvík lá í VesturbænumNjarðvíkingar í góðri stöðu eftir sigur í GarðabæStjarnan lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni – Bonneau með flotta endurkomuGrindavík tapaði gegn Snæfelli eftir tvíframlengdan leikKeflvíkingar nældu sér í stig gegn [...]