sudurnes.net
Ómar Jóhannsson þjálfar markverði hjá Keflavík - Local Sudurnes
Ómar Jóhannsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari Keflavíkur í knattspyrnu. Ómar hefur verið aðstoðarþjálfari og leikmaður hjá Njarðvík undanfarin ár en kom inn sem markmannsþjálfari í lok síðasta tímabils hjá Keflavík. Ómar er reyndur markvörður og hefur leikið 185 leiki með Keflavík í meistaraflokki, 9 leiki með U17, 6 leiki með U19 og 19 með U21 landsliðum Íslands. Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Keflavíkur segir meðal annars: Það er mikið fagnaðarefni að fá Ómar í þjálfarateymi Keflavíkur í það mikla starf sem er framundan við að byggja liðið upp og koma því í deild þeirra bestu og gaman frá því að segja að hann kirjaði “Ég er kominn heim” þegar að hann skrifaði undir. Meira frá SuðurnesjumNeyðarstjórn Reykjanesbæjar kom saman í fyrsta sinnKynna breytingar á húsnæði við HafnargötuHér eru fimm ástæður þess að laun sviðsstjóra voru hækkuðBjóða á fjórða hundrað ungum iðkendum til körfubolta- og pizzaveisluNaumt tap hjá Njarðvíkingum í furðulegum spennuleikIngvar hélt hreinu og Sandefjord á toppi norsku B-deildarinnarRagnheiður Sara fékk bronsið í DúbaíRagnheiður Sara efst fyrir lokadag Dubai Fitness Championship – Myndband!Bjóða út byggingu sex íbúða fyrir aldraðaKeflavik og Grindavík unnu en tap hjá Njarðvík