Nýjast á Local Suðurnes

Ómar bestur hjá Njarðvík og Theodór Guðni markahæstur

Ómar Jóhannsson var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks Njarðvíkur sem haldið var á laugardaginn.

Þá var Ari Már Andrésson valinn efnilegasti leikmaðurinn og handhafi Milebikarsins sem er gefin af Ungmark. Það var Guðmundur Sighvatsson stjórnarmaður í Ungmark sem afhenti hann.

Markahæsti leikmaðurinn var Theodór Guðni Halldórsson en hann gerði samtals 16 mörk í Borgunarbikarnum, Íslandsmótinu og Lengjubikarnum.

Fjórir leikmenn fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki í meistaraflokki þeir Aron Elís Árnason, Ari Már Andrésson, Arnór Svansson og Brynjar Freyr Garðarson.

Haraldur Helgason formaður deildarinnar afhenti viðurkenningarnar.