sudurnes.net
Öllu tjaldað til á 30 ára afmæli Nettómótsins - Local Sudurnes
Undirbúningur fyrir Nettómótið 2020 sem verður haldið dagana 7. og 8. mars næstkomandi er nú í fullum gangi en þetta verður í þítugasta skiptið sem mótið er haldið. Reikna má með að öllu verði til tjaldað á þessum tímamótum en Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum nýverið að styrkja mótið veglega í ár með 500.000 króna framlagi þannig að gera mætti mótið sem allra glæsilegast. Að körfuboltaveislu undanskilinni verður afþreying fyrir keppendur og gesti með flottar móti, Reykjaneshöllin verður opin alla helgina, en þar verður meðal annars boðið uppá 7 hoppukastala, langstærstu þrautabraut landsins sem er ný á mótinu í ár. Þá verða Fjörheimar / 88 húsið í Ungmennagarðinum opið en þar má meðal annars finna discosal, þythokký, borðtennis, billiard, bíósalur og útisvæði. Keppendur fá bíóferð í SamBíóin þar sem sýndar verða tvær glænýjar ævintýramyndir með íslensku tali, Sonic the Hedgehog fyrir krakka 8 til 10 ára og Áfram (Onward) fyrir krakka 6 og 7 ára. Að venju verður ókeypis fyrir keppendur í Vatnaveröld – Sundmiðstöð. Kvöldvaka með landsþekktum skemmtikröftum, troðslukeppni og glaðning í körfuboltaskóinn. Meira frá SuðurnesjumSambíóin opna á ný í KeflavíkBjóða upp á skotnámskeið fyrir börn og unglingaLjósanótt: Kynning hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar112 dagurinn: Opið hús hjá Rauða krossinum á SuðurnesjumVel gengur [...]