sudurnes.net
Ný stjórn tekin við hjá knattspyrnudeild Keflavíkur - Local Sudurnes
Ný stjórn Knattspyrnudeildar var kosin á aukaaðalfundi deildarinnar sem fór fram í félagsheimili Keflavíkur fimmtudaginn 8. október. Samkvæmt lögum félagsins var nýja stjórnin kosin fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn eftir áramót eins og lög gera ráð fyrir. Nýr formaður var kosinn Jón G. Benediktsson en aðrir í stjórn eru Gunnar Oddsson, Hermann Helgason, Karl Finnbogason og Þorleifur Björnsson. Í varastjórn eru Björgvin Ívar Baldursson, Hjördís Baldursdóttir, Ingvar Georgsson, Ólafur Bjarnason og Stefán Guðjónsson. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og óskum henni góðs gengis. Eftirtaldir ganga úr stjórninni að þessu sinni en það eru Þorsteinn Magnússon fráfarandi formaður, Einar Aðalbjörnsson, Hjörleifur Stefánsson og Kjartan Steinarsson en Jón Ólafsson og Oddur Sæmundsson hætta í varastjórn. Meira frá SuðurnesjumRagnheiður Sara í áttunda sæti eftir fyrstu grein – Efst af Íslensku keppendunumDavíð fór holu í höggiNjarðvíkursigur í grannaslag – Hræðslutaktík Þróttara klikkaðiLeikmannasamningar tryggja kylfingum bestu mögulegu aðstæður til æfingaHermann hættur með ÞróttSelma og Hermann héldu fyrirlestur um einelti fyrir nemendur og foreldra í HeiðarskólaMeistaramót GS hefst á morgun – Hólmsvöllur lokaður fyrir almennri umferðRagnheiður Sara í Evrópuúrvalinu á Madrid Invitational í crossfit sem fer fram í dagIngvar sendi liðsfélögunum í Sandefjord kveðju frá FrakklandiÞróttarar reyndu við Heimi