sudurnes.net
Njarðvíkurtap í háspennuleik í Garðabæ - Local Sudurnes
Slakur fyrri hálfleikur varð Njarðvíkingum að falli þegar þeir mættu Stjörnunni í Garðabæ í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn var þó æsispennandi undir lokin þegar Gaðrbæingar tryggðu sér sigurinn á ótrúlegan hátt. Njarðvíkingar komu grimmir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og söxuðu hægt og rólega á forskot heimamanna. Þegar um 5 sekúndur voru eftir af leiktímanum jafnaði Logi Gunnarsson leikinn, 75-75 en erlendur leikmaður Stjörnunnar skoraði í kjölfarið ævintýralega körfu og tryggði heimamönnum sigurinn. Terrell Vinson skoraði 16 stig fyrir Njarðvíkinga auk þess að taka 10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski skoraði einnig 16 stig og Logi Gunnarsson skoraði 15. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík í úrslit GeysisbikarsinsKeflavíkursigur í grannaslagÓtrúlegar lokasekúndur þegar Grindavík tryggði sér sæti í 16 liða úrslitumÖruggt hjá Keflavík gegn FjölniStjarnan lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni – Bonneau með flotta endurkomuNjarðvík og Grindavík með sigra í Dominos-deildinniNjarðvík áfram í Maltbikarnum eftir sigur á GrindavíkFjölnir lagði Keflavík í bikarnumSterk liðsheild skóp GrindavíkursigurKeflvíkingar unnu verðskuldaðan sigur í Ljónagryfjunni