sudurnes.net
Njarðvíkursigur í spennutrylli - Oddaleikur í Vesturbænum á föstudag - Local Sudurnes
Njarðvíkingar lögðu KR-inga að velli í Ljónagryfjunni í kvöld, 74-68, þeir þurfa því að leggja á sig ferðalag í höfuðborgina, nánar tiltekið í DHL-Höllina, á föstudagskvöld en þá mæta þeir KR-ingum í fimmta og síðasta leik undanúrslita Dominos-deildarinnar. Njarðvíkingar hófu leikinn í kvöld af miklum krafti, KR-ingar skoruðu ekki stig fyrstu fim mínútur leiksins. KR-ingar fundu vel fyrir því að það vantaði Pavel Ermolinskij í byrjunarliðið en hann meiddist í upphitun. KR-ingar tóku þó við sér þegar skammt var eftir af fyrsta leikhluta og staðan að honum loknum var 19-14. KR-ingar voru mun sterkari í öðrum leikhluta og munaði mikið um að liðið hitti nánast að vild fyrir utan þriggja stiga línuna. KR-ingar náðu átta stiga forystu í hálfleik, 42-34. Þeir Friðrik Ingi og Teitur Örlygs hafa messað vel yfir Njarðvíkingum í leikhléi því liðið hóf síðari hálfleikinn á svipuðum nótum varnarlega og í fyrsta leikhluta. Heimamenn söxuðu jafnt ög þétt á forskot gestanna og komust yfir, 48-45. Logi Gunnarsson og Maciej Baginski settur gríðarlega mikilvægar körfur í þriðja leikhluta og í lok hans höfðu Njarðvíkingar náð 6 stiga forystu, 60-54. Fjórði leikhluti var gríðarlega spennandi og í stöðunni 65-65 náði hvorugt liðið að skora í heilar fjórar mínútur, ótrúlegur kafli. Logi skoraði svo gríðarlega mikilvægan þrist þegar tæpar 50 sekúndur voru eftir og [...]