Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingur varð Noregsmeistari í borðtennis

Hinn hálf-íslenski Borgar Haug, varð norskur meistari í drengjaflokki 16-18 ára á norska unglingameistaramótinu í borðtennis um síðustu helgi. Borgar er sonur Áslaugar Skúladóttur úr Njarðvík og Norðmannsins Tom-Erik Haug.

Borgar, sem er í 6. sæti á styrkleikalista drengja í Noregi, sigraði stigahæsta leikmanninn, Fredrik Meringdal í úrslitaleik. Borgar landaði einnig sigri í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Alex.

Borgar hefur tekið þátt í borðtenniskeppnum hér á landi, en hann lék sem gestur á Arctic mótinu í Reykjavík sumarið 2013 og sigraði þá í flokki 13 ára og yngri.

borgar alex

Borgar og Alex fögnuðu sigri í tvíliðaleik