Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar steinlágu í fyrsta leik Hauks Helga

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

KR vann stór­sig­ur á Njarðvíkingum þegar liðin mættust í Frostaskjóli í gær, 105-76. Leikurinn var fyrsti leikur Hauks Helga Páls­son­ar með Njarðvíkingum, en KR-ingar léku án landsliðsmann­anna Helga Más Magnús­son­ar og Pavels Ermol­in­skij sem eru meidd­ir.

Það var ein­ung­is í fyrsta leik­hluta sem jafn­ræði var með liðunum en eft­ir það stungu KR-ing­ar af, að lokn­um fyrri hálfleik var staðan orðin 58:41. Fljót­lega í þriðja leik­hluta var ljóst hvert stefndi en staðan eftir hann var orðin 88-61. Leiknum lauk síðan með sigri KR-inga 105-76.

Marquise Simmons skoraði 24 stig og tók ​9 frá­köst, Ólaf­ur Helgi Jóns­son skoraði 14 og Hauk­ur Helgi Páls­son skoraði 13 stig, tók ​13 frá­köst og átti ​6 stoðsend­ing­ar í sínum fyrsta leik.