Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar skoruðu sjö mörk í stórsigri

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sjö mörk gegn tveimur heimamanna í Fjarðarbyggð í annari deildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum blanda Njarðvíkingar sér í toppbaráttuna í upphafi móts, en liðið skaust í 4. sætið og hefur skorað flest mörk alla liða í deildinni.

Það voru þeir Bergþór Ingi Smárason, sem skoraði þrennu, Stefán Birgir Jóhannesson, Theodór Guðni Halldórsson og  Krystian Wiktorowicz sem sáu um að koma knettinum í net heimamanna, sem léku tveimur færri síðustu mínúturnar í leiknum.