sudurnes.net
Njarðvíkingar semja við landsliðsmann í knattspyrnu - Local Sudurnes
Njarðvíkingar hafa gengið frá samningi við nýjan leikmann, Dani Cadena. Dani er þrítugur að aldri, ættaður frá Spáni en er með tvöfalt ríkisfang Spánskt og frá Nicaragua þar sem hann leikur með landsliði þjóðarinnar. Dani á að baki 14 landsleiki með Nicaragua og hefur skorað í þeim 3 mörk. Dani kom hingað til lands síðastliðið sumar og lék síðari hluta tímabilsins með KF í 2. deildinni. Dani mun leika sinn fyrsta mótsleik með Njarðvík á fimmtudag þegar liðið tekur á móti Hvíta riddaranum í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll. Dani heldur til heimalandsins í lok mars og tekur þátt í landsliðsverkefni með Nicaragua gegn Haiti í Gold cup. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingur í lokakeppni GullbikarsinsKeflvíkingar í slæmum málum eftir tap á AkranesiGrindavík lagði Hauka í spennuleikArnór Ingvi semur við Rapid Vín – Dýrasti leikmaður Norrköping frá upphafiBonneau klár í danska boltann – Fær leikheimild í lok ársFlottur árangur Njarðvík á Gothia CupJajalo og Daniels áfram með GrindvíkingumKeflavíkurstúlkur með sigur í fyrsta mótsleik ársinsElías Már í byrjunarliðinu gegn KínaÞróttarar fagna – Frítt á völlinn