Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar segja upp samningi við Simmons

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Marquis Simmons og hefur hann nú þegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið, það er vefmiðillinn Karfan.is sem greinir frá.

“Hann var einfaldlega ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. En þetta er allt gert af fagmennsku og engin leiðindi. Hann skilur okkar afstöðu og mun halda af stað heim í dag eða á morgun.” sagði Gunnar Örn Örlygsson formaður kkd. UMFN við Karfan.is

Simmons hefur leikið ágætlega með Njarðvíkurliðinu og verið með 18 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik það sem af er deildarkeppninni, en hann var þó ekki að standa undir þeim væntingum sem Njarðvíkingar gerðu til hans.

“Hann hefur já leikið sinn síðasta leik. Við töldum það réttast að gera þetta svona frekar en að láta hann klára til jóla. Það sýnir fagmennsku af okkar hálfu og einnig tel ég með fullri virðingu fyrir honum að aðrir leikmenn eigi að getað fyllt það skarð sem hann skilur. Hann er einfaldlega ekki að henta okkur og okkar prógrammi.” sagði Gunnar ennfremur.