Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunni

Njarðvík og Afturelding skildu jöfn, í 2. deildinni í knattspyrnu í dag, leikið var á heimavelli Aftureldingar í Mosfellsbæ og fóru leikar 0-0.

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn, en í byrjun síðari hálfleiks virtust heimamenn vera líklegir til að ná yfirhöndinni en Njarðvíkingar náðu að verjast vel. Undir lokin skiptust liðin á að sækja en inn vildi boltinn ekki og jafntefli voru sanngjörn úrslit.

Eitt stig í sarpinn hjá Njarðvíkingum er afar dýrmættí stöðunni, en liðið er með 21 stig í 9. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.