Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar í viðræðum við Mikael

Svo gæti farið að Mikael Nikulásson verði kynntur til leiks sem nýr þjálfari Njarðvíkur, í 2. deild karla í knattspyrnu, á næstunni. Hann staðfesti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Njarðvíkingar féllu úr Inkasso-deildinni í sumar og í kjölfarið létu þjálfarar liðsins, Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson af störfum.

Mikael hefur áður þjálfað lið Núma í 3. deildinni og lið ÍH frá 2006 til 2010. Síðast þjálfaði hann lið Augnabliks sem þá lék í 3. deild.