Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar í fallsæti eftir tap gegn KF

Botnbaráttan í annari deildinni í knattspyrnu er gríðarlega spennandi þar sem fimm lið berjast um að halda sér í deildinni, staða Njarðvíkinga versnaði þó um helgina þegar liðið tapaði 0-2 gegn KF á Njarðtaks-vellinum.

Njarðvíkingar voru eins og oft áður í sumar mun sterkari aðilinn í leiknum en ekki gekk að koma knettinum í netið að þessu sinni. KF-menn komust í 0-1 um miðjan fyrri hálfleik, gegn gangi leiksins þar sem Njarðvíkingar höfðu fram að markinu verið mun sterkari aðilinn.

Síðara markið kom svo á 62. mínútu eftir að Njarðvíkingar höfðu fært sig framar á völlinn til þess að freista þess að jafna.

Þessi úrslit setja Njarðvíkinga í fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Njarðvíkingar eig erfiða leiki á útivelli framundan annarsvegar gegn toppliði Huginn og hinsvegar gegn ÍR sem er í þriðja sæti.