sudurnes.net
Njarðvíkingar heppnir og héldu sæti sínu í 2. deild - Local Sudurnes
Það er óhætt að segja að Njarðvíkingar hafi verið heppnir að halda sæti sínu í annari deildinni í knattspyrnu, liðið tapaði gegn Ægi í Þórlákshöfn, í hálfgerðum úrslitaleik um áframhaldandi veru í deildinni, 4-2 en önnur úrslit urðu þess valdandi að liðið féll ekki. Liðið endaði tímabilið með 23 stig í 10. sæti deildarinnar. Leikurinn gegn Ægi fór fram í hávaðaroki og var hin mesta skemmtun, Njarðvíkingar komust yfir snemma leiks en Ægismenn jöfnuðu með marki frá markverðinum úr útsparki. Ægismenn komust svo í 2-1 á 55. mínútu með öðru marki frá eigin vallarhelmingi – Ótrúlegt! Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en það voru hinsvegar Ægismenn sem komust í 3-1 á 75. mínútu. Gísli Freyr Ragnarsson minnkaði svo muninn aftur fyrir Njarðvík þegr um 10 mínútur voru til leiksloka og Njarðvíkingar sóttu sem aldrei fyrr til þess að reyna að jafna leikninn, það gekk ekki eftir og Ægir bætti fjórða markinu við í uppbótartíma. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar eiga mikilvægan leik gegn Sindra á sunnudagNjarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunniÆgir kíkir í heimsókn til Njarðvíkur í kvöldHing-Glover afgreiddi Keflavík2 deildin: Njarðvík á toppnum – Víðir í fimmta sætiNeðri deildirnar – Öll Suðurnesjaliðin nældu í [...]