Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar afla gagna vegna stöðu Bonneau

Umræða hefur skapast í kringum þau meiðsl sem Stefan Bonneau hlaut nú á dögunum og þá helst finnst fólki á samfélagsmiðlum ansi tilviljanakennt að kappinn hafi slitið hásin nánast sama dag og samningur hans tók gildi, þetta kemur fram á vef Karfan.is.

Stefan hafði þá ekki mætt á æfingu hjá liðinu þrátt fyrir að hafa verið komin til landsins snemma í September en samningurinn tók gildi þann 15.  Samkvæmt heimildum Karfan.is þá vildi Stefan vissulega mæta á æfingar en umboðsmaður hafði bannað honum að gera það þangað til samningurinn tæki gildi.

Umræðan varð svo háværari þegar frétt þess efnis kom uppá yfirborðið að  Stefan hafði síðan í ágúst spilað í Pro Am deild heima fyrir í Bandaríkjunum þar sem sagt var að hann hafi ekki getað spilað tvo leiki þar sem hann hafi meiðst á ökkla og verið borin af velli.

Þegar Karfan.is hafði samband við stjórnarmenn UMFN þá fengust þau svör að unnið væri í að skoða alla þætti málsins og verið væri að koma saman gögnum beggja vegna Atlantshafsins en vildu ekki tjá sig neitt frekar fyrr þeirri vinnu væri lokið.