sudurnes.net
Njarðvík og Víðir gera upp tímabilið - Andri Fannar og Stamenkovic bestir - Local Sudurnes
Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar og Víðismenn enduðu tímabilið í 2. deildinni í knattspyrnu í þriðja sæti, en keppni í deildinni lauk um helgina. Félögin héldu lokahóf sín á laugardag og þar var tímabilið gert upp. Andri Fannar Freysson var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks sem fór fram á Réttinum í gærkvöldi. Andri Fannar kom víða við í öðrum viðurkenningum líka en hann og Theodór Guðni Halldórsson voru markahæstir hvor með 12 mörk. Hörður Fannar Björgvinsson markvörður var valinn efnilegasti leikmaðurinn og er handhafi Mile bikarsins sem Ungmark gaf og Gunnar Þórarinsson afhenti. Hjá Víðsmönnum var Dejan Stamenkovic valinn leikmaður ársins, og Arnór Smári Friðriksson valinn sá efnilegasti. Þá fékk Helgi Þór Jónsson viðurkenningu fyrir að hafa skorað flest mörk á tímabilinu. Meira frá SuðurnesjumGrannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudagKeflvíkingar í slæmum málum eftir tap á Akranesi2. deildin: Jafnt í Njarðvík – Tap hjá Víði1-1 hjá Njarðvík og Stjörnunni – Bonneau fór meiddur af velli2 deildin: Njarðvík á toppnum – Víðir í fimmta sætiReynsluboltinn Kenny framlengir við NjarðvíkReynismenn fá reynslubolta að láni frá GrindavíkEyjamenn ráku síðasta naglann í kistu KeflvíkingaSveindís fer í BreiðablikVíðir tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Þrótti