sudurnes.net
Njarðvík og Grindavík spáð bestu gengi Suðurnesjaliðanna í Dominos-deildunum - Local Sudurnes
Dominos-deildirnar í körfuknattleik voru kynntar til leiks í dag á blaðamannafundi í hádeginu, en körfuboltaveislan hefst næstkomandi föstudag. Kynnt var hin árlega spá leikmanna og forráðamanna liðanna fyrir komandi tímabil og þar eru Snæfell hjá konum og Stjörnunni hjá körlum spáð titlinum. Njarðvíkingum er spáð bestu gengi Suðurnesjaliðanna í karlaflokki, eða 5. sætinu, á meðan Grindavík er spáð bestu gengi í kvennaboltanum, eða 3. sæti. Eftirfarandi eru niðurstöður formanna, þjálfara og fyrirliða allra liða í deildunum: Domino’s deild kvenna 1. Snæfell 186 stig 2. Skallagrímur 141 stig 3. Grindavík 133 stig 4. Stjarnan 118 stig 5. Valur 105 stig 6. Keflavík 100 stig 7. Haukar 46 stig 8. Njarðvík 37 stig Domino’s deild karla 1. Stjarnan 404 stig 2. KR 403 stig 3. Tindastóll 358 stig 4. Þór Þ. 282 stig 5. Njarðvík 251 stig 6.-7 Haukar 223 stig 6.-7. Þór Ak. 223 stig 8. Keflavík 205 stig 9. ÍR 168 stig 10. Grindavík 148 stig 11. Skallagrímur 96 stig 12. Snæfell 44 stig Meira frá SuðurnesjumInkasso-deildin hefst í dag – Suðurnesjaliðunum spáð ólíku gengiSameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur leikur til úrslita í bikarnumPoweradebikarinn: Miserfiðir leikir framundan hjá SuðurnesjaliðunumAnita Lind á leið til Kolding með U-17 ára landsliðinuSigrar hjá [...]