sudurnes.net
Njarðvík í Inkasso-deildina - Víðir á veika von - Local Sudurnes
Njarðvíkingar lögðu Víðismenn að velli í 2. deildinni í knattspyrnu í dag, 2-3, en leikið var í Garði. Með sigrinum tryggðu Njarðvíkingar sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Víðismenn eiga enn von um sæti í deildinni, en verða að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Andri Fannar Freysson kom Njarðvíkingum yfir á 18. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu, 0-1 og þannig var staðan í hálfleik. Milan Tasic jafnaði leikinn fyrir Víði á 68. mínútu einnig úr víti. Það var svo Pawel Grudzinski sem kom Víðismönnum yfir sex mínútum fyrir leikslok. Kenneth Hogg og Arnór Björnsson sáu svo til þess að Njarðvíkingar tryggðu sér stigin þrjú og sæti í Inkasso-deildinni með mörkum undir lok leiksins. Meira frá SuðurnesjumVíðismenn nánast öruggir með sæti í 2. deildVíðir á toppi þriðju deildar eftir stórsigur – Reynir og Þróttur töpuðuReynir tapaði nágrannaslagnum – Eiga þó enn möguleika á að fara uppStórleikur í 2. deildinni í dag – Víðir-Njarðvík í beinni!Öruggir sigrar hjá Njarðvík og VíðiÚtivallarhelgi hjá Suðurnesjaliðunum í fótboltanumVíðismenn sigruðu og Reynismenn gerðu jafntefliNeðri deildirnar – Öll Suðurnesjaliðin nældu í stigNjarðvík deildarmeistari – Stórt tap hjá VíðiMikilvægur leikur hjá Keflavík í Laugardalnum í dag – Í beinni á Hljóðbylgjunni