Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík áfram í Maltbikarnum eftir sigur á Grindavík

Njarðvík­ing­ar eru komn­ir áfram í átta liða úr­slit í Malt­bik­arn­um í körfu­knattleik karla eft­ir sigur á Grindavík í háspennuleik í Ljónagryfju Njarðvíkinga í kvöld. Njarðvíkingar skoruðu 79 stig gegn 75 stigum gestanna.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að hafa forystuna, en úrslitin réðust á vítalínunni þegar Logi Gunnarsson setti tvö víti niður þegar 1,8 sekúndur lifðu leiks.

Hjá Njarðvík var Ter­rell Vin­son atkvæðamestur með 25 stig, Maciek Bag­inski kom næstur með 17 og Logi Gunn­ars­son skoraði 16, þar af 13 í fjórða leikhluta.

Ólaf­ur Ólafs­son skoraði mest Grindvíkinga í leiknum, 21 stig, Dag­ur Kár Jóns­son skoraði 17 og átti ​9 stoðsend­ing­ar að auki og Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son skoraði 16 stig.