Nýjast á Local Suðurnes

Mörg lið vilja Hauk Helga – “Býst við að Njarðvík vilji halda mér”

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, sem lék með Njarðvíkingum í Dominos-deildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Fjölmörg lið hafa sýnt kappanaum áhuga en samn­ing­ur hans við Njarðvíkurliðið rann út að loknu tímabilinu.

Óvíst er á þess­ari stundu hvar Haukur kem­ur til með að spila en bæði lið í Dom­in­os-deild­inni og erlend lið hafa fal­ast eft­ir kröft­um landsliðsmanns­ins, sem var valinn besti leikmaður Njarðvíkinga á lokahófi kkd. Njarðvíkur sem fram fór á dögunum.

Haukur sagðist í samtali við íþróttablað Morgunblaðsins vera mest spenntur fyrir áhuga Danska liðsins Bakken Bears um þessar mundir. Hann sagðist þó einnig gera ráð fyrir að Njarðvíkingar myndu vilja nýta krafta hans áfram og að hann myndi væntanlega ræða við á fljótlega.

,,Það er áhugi aft­ur hjá sænska liðinu LF Basket og eins hjá danska liðinu Bakk­en Be­ars og þá hafa nokk­ur lið hér heima haft sam­band. Af þess­um liðum þá heill­ar Bakk­en Be­ars meira en önn­ur þar sem liðið spil­ar í FIBA Europe Cup og það gæti verið gluggi fyr­ir önn­ur lið að sjá mann. Ég býst nú við að Njarðvík vilji halda mér en við höf­um ekk­ert rætt sam­an eft­ir að við enduðum mótið en við ger­um það ör­ugg­lega fljót­lega,” sagði Hauk­ur við Morg­un­blaðið.