sudurnes.net
Moby Dick tekinn með jónu og leikur því ekki með Njarðvík - Local Sudurnes
Michael Craig eða Moby Dick eins og forsvarsmenn Njarðvíkinga í körfuboltanum hafa kosið að kalla hann kemur ekki til með að leika með liðinu í Dominos-deildinni í körfuknattleik eins og til stóð. Erfiðlega gekk að fá atvinnuleyfi fyrir leikmanninn hér á landi þar sem hann var ekki með hreina sakaskrá í Bandaríkjunum. Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga sagði á mbl.is að það væri lélegt að fá svör varðandi þessi mál frá Útlendingastofnun svo seint sem raun bar vitni, því umsóknin hafi verið klár fyrir tveimur vikum. Seinagangur Útlendingastofnunar hafi því orðið þess valdandi að liðið lék kanaluast gegn KR-ingum í kvöld. „Hann var tek­inn með jónu held ég fyr­ir fjór­um árum, það er allt og sumt. Þá ertu bara í vond­um mál­um og færð ekki at­vinnu­leyfi á Íslandi. En regl­ur eru bara regl­ur og við höld­um bara áfram. Við höf­um skoðað leik­menn alla helg­ina og von­andi ger­ist eitt­hvað í þeim mál­um næsta sól­ar­hring­inn,“ sagði Teit­ur og seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir svo langt ferli. „Von­andi tek­ur það minni tíma. Við vor­um til­bún­ir með öll skjöl hjá Útlend­inga­stofn­un fyr­ir tveim­ur vik­um en feng­um ekki svar fyrr en á fimmtu­dag. Það er lé­legt að fá það svona seint, hefðum við [...]