sudurnes.net
Meiðslavandræði hjá Grindvíkingum - Majewski frá í sex mánuði - Local Sudurnes
Maciej Majewski, hinn pólski markvörður Grindvíkinga í knattspyrnu verður frá vegna meiðsla í nokkra mánuði hið minnsta eftir að hafa slitið hásin á æfingu á dögunum, hann mun því lítið sem ekkert leika með liðinu í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í sumar. Mikil meiðsli hrjá Grindavíkurliðið um þessar mundir, Jósef Kristinn Jósefsson verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst í leik gegn Víkingi í Lengjubikarnum, þá eru tveir leikmenn liðsins að jafna sig eftir fótbrot, þeir Hákon Ívar Ólafsson og Matthías Örn Friðriksson, auk þess sem Marinó Helgason hefur verið að glíma við meiðsli í nára. Meira frá Suðurnesjum40 þátttakendur frá Reykjanesbæ á landsmóti 50 ára og eldriNjarðvíkingar bæta við sig mannskap í fótboltanumStórt tap hjá Grindavík í úrslitaleiknum – Fengu á sig fleiri mörk en í riðlakeppninniCarmen Tyson-Thomas með stórleik í mikilvægum NjarðvíkursigriMeistaramót GVS var haldið í blíðskaparveðriGrindavík semur við nokkra leikmennAngela Rodriguez þjálfar Grindavík í vetur – Sex leikmenn skrifuðu undir samningaFjórir vaskir drengir halda hjólabrettakeppni á LjósanóttFjórar stúlkur frá Keflavík tóku þátt í EM U18 í körfuknattleikSara önnur á Wodapalooza