Nýjast á Local Suðurnes

Meiðslavandræði hjá Grindvíkingum – Majewski frá í sex mánuði

Maciej Majewski, hinn pólski markvörður Grindvíkinga í knattspyrnu verður frá vegna meiðsla í nokkra mánuði hið minnsta eftir að hafa slitið hásin á æfingu á dögunum, hann mun því lítið sem ekkert leika með liðinu í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í sumar.

Mikil meiðsli hrjá Grindavíkurliðið um þessar mundir, Jósef Kristinn Jósefsson verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst í leik gegn Víkingi í Lengjubikarnum, þá eru tveir leikmenn liðsins að jafna sig eftir fótbrot, þeir Hákon Ívar Ólafsson og Matthías Örn Friðriksson, auk þess sem Marinó Helgason hefur verið að glíma við meiðsli í nára.