Nýjast á Local Suðurnes

Markaskorari úr Sandgerði í raðir Njarðvíkinga

Birkir Freyr Sigurðsson hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Njarðvíkur, en hann hefur leikið með Reyni Sandgerði undanfarin ár. Birkir Freyr er 24 ára og á að baki 132 leiki og og hefur skorað 22 mörk í þeim fyrir Reyni.

Birkir Freyr hefur áður komið við sögu hjá Njarðvík, en hann lék með liðinu í yngri flokkunum. Þá kemur fram í tilkynningu frá Njarðvíkingum að kappinn hafi sótt sér konu í Njarðvík sé að hefja búskap í hverfinu á nýju ári og fari því ekki nær því að verða orginal.

Rafn Vilbergsson, nýráðinn þjálfari Njarðvíkinga er ánægður með að fá Birki til Njarðvíkur, enda hafi hann og aðstoðarþjáfarinn Snorri Már Jónsson mikinn metnað til þess að ná langt með liðið.

Það er mikill fengur fyrir Njarðvík að fá Birki Frey inn í félagið. Hann er örfættur leikmaður sem skapar nýja vídd í okkar leik. Birkir er kominn með flotta reynslu þar sem hann hefur spilað fjölda leikja með uppeldisfélagi sínu, flottur karakter og duglegur leikmaður sem smellur vel inn í okkar hugmyndir. Við Snorri höfum mikinn áhuga og metnað að koma Njarðvíkurliðinu sem allra lengst og passar Birkir vel inn í þann metnað okkar.  Segir Rafn í tilkynningu.