Nýjast á Local Suðurnes

Mark Tryggva Guðmundssonar gegn Leikni F. fer í sögubækurnar

Markahæsti leikmaður íslandssögunnar hefur skorað þrú mörk í fjórum leikjum fyrir Njarðvík

Guðmundur Steinarsson er hættur hjá Njarðvík, hann er til hægri á myndinni

Mark Tryggva Guðmundssonar gegn Leikni F. á laugardag gerir hann að marka­hæsta ís­lenska knatt­spyrnumanninum frá upp­hafi í deilda­keppni, heima og er­lend­is.

Þetta var 218. mark Tryggva, sem jafnaði met­in úr víta­spyrnu á 75. mín­útu, og hans þriðja mark í fyrstu fjór­um leikj­um sín­um með Njarðvík­ing­um en hann gekk til liðs við þá í júlí.

Tryggvi, sem er nýorðinn 41 árs, er marka­hæst­ur allra leik­manna efstu deild­ar karla hér á landi frá upp­hafi með 131 mark. Hann skoraði 59 mörk í norsku úr­vals­deild­inni og þrjú í þeirri sænsku og er því sam­tals með 193 mörk í efstu deild heima og er­lend­is, sem er líka Íslands­met – Þetta kemur fram á mbl.is en þar er einnig farið í gegnum feril Tryggva sem hefur leikið 444 deildarleiki hér heima og erlendis og skorað í þeim 218 mörk.

tg9 sögulegt mark

Andartaki eftir að þessi mynd var tekin var Tryggvi orðinn marka­hæsti ís­lenski knatt­spyrnumaðurinn frá upp­hafi í deilda­keppni, heima og er­lend­is.