Nýjast á Local Suðurnes

Mario Matasovic til Njarðvíkur

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Mario Matasovic um að leika með liðinu á komandi vetri. Mario er fæddur 1993 og kemur frá Króatíu. Hann fékk snemma tækifæri í heimalandinu og lék sína fyrstu leiki í efstu deild veturinn 2009-2010, þá 16 ára gamall.

Mario er 203 cm miðherji og var á sínum tíma t.d. í U18 ára landsliði Króata og það var einmitt á ferðalagi með þeim í USA sem að hann vann sér inn tækifærið á að komast í háskólaboltann.

Hann hefur dvalið undanfarin fimm ár í Bandaríkjunum í háskólaboltanum, fyrst með Western Michigan í tvö ár en færði sig svo til Sacret Heart í NEC conference þar sem að hann spilaði í tvö ár (redshirt í ár áður) og skilaði tæpum 12 stigum og 6,4 fráköstum í vetur og var með rúmlega 63% 2ja stiga nýtingu.  Hann var einnig fyrirliði hjá Sacret Heart í vetur.