Nýjast á Local Suðurnes

Már stóð sig vel á EM50 – Setti Íslandsmet í flugsundi

Már Gunnarsson stóð sig frábærlega á EM 50 í Portúgal. Már keppti  þar í 100m skriðsundi, 400m skriðsundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi.

Már setti íslandsmet í sínum flokki í 50m flugsundi á fyrstu 50m í 200m fjórsundi, hann var mjög nálægt íslandsmetinu í 100m baksundi, ásamt því að stórbæta tímana sína 100m og 400m skriðsundi.

Þá hjó Már nærri Íslands­met­inu í í flokki S13 sem er í eigu Birk­is Rún­ars Gunn­ars­son­ar frá ár­inu 1995. Birk­ir synti í flokki S11 (al­blind­ir) og gamla metið hans nær yfir flokk S12 þar sem eng­inn í þeim flokki hef­ur enn synt á betri tíma en Birk­ir í flokkn­um fyr­ir neðan.