sudurnes.net
Már íþróttamaður ársins - Local Sudurnes
Sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, var valinn íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra í dag. Már á einkar glæsilegt íþróttaár að baki sem náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London. Þar varð Már einn Norðurlandabúa til þess að komast á verðlaunapall þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m baksundi og vann til bronsverðlauna í greininni. Þjálfarar Más eru þeir Steindór Gunnarsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Á árinu 2019 setti Már alls 28 Íslandsmet og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25 í Ásvallalaug. Már stefnir ótrauður að þátttöku á Paralympics í Tokyo 2020 en takist það ætlunarverk hans verður það í fyrsta sinn sem hann keppir á leikunum. Meira frá SuðurnesjumFjórar sundkonur frá ÍRB kepptu á NM í BergenSetti heimsmet á Landsbankamótinu í sundiArnar Helgi keppir í hjólastólakappakstri á HM í frjálsumArnar Helgi keppir á EM á Ítalíu – Vann bronsið á síðasta mótiEva Margrét bætti 17 ára gamalt Íslandsmet á metamóti ÍRBSunneva og Eydís stóðu sig vel í BakuÍRB sigurvegari á AMÍ sjötta árið í röðÍRB sigra AMÍ 5. árið í röð – 53 verðlaunahafar af SuðurnesjumReglur koma í veg fyrir að hægt sé að styrkja afreksíþróttafólk í undirbúningi fyrir ÓLMár synti tvisvar undir gildandi [...]