Nýjast á Local Suðurnes

Magnús með Íslandsmet í loftriffli unglinga

Magnús G. Jensson bætti eigið Íslandsmet í loftriffli unglinga þegar hann náði 557,7 stigum, í keppni í loftriffli unglinga, en eldra Íslandsmetið setti Magnús í vikunni áður á landsmóti STÍ sem haldið var í Borgarnesi en þar skaut hann 549,0 stig.

Metið setti Magnús á Opna Kópavogsmótinu í loftgreinum haldið af Skotíþróttafélgi Kópavogs. Skotdeild Keflavíkur var með 7 keppendur, 3 í loftskammbyssu og 4 í loftriffli.

Í loftskammbyssu kepptu Dúi Sigurðsson (520 stig), Jens Magnússon (515 stig) og Hannes H. Gilbert (513 stig)

Í loftriffli kepptu Theodór Kjartansson (524,2 stig), Magnús G. Jensson (557,7 stig) og Helgi S.Jónsson (508,3 stig) í unglingaflokki pilta og Sigríður E. Gísladóttir (339.6 stig) í unglingaflokki stúlkna.

Í tilkynningu frá Skotdeild Keflavíkur kemur fram að mikil uppsveifla hafi verið í loftgreinum hjá félaginu.