sudurnes.net
Mættu ekki á æfingar og boluðu Margréti burt - Local Sudurnes
Það vakti töluverða athygli þegar Margréti Sturlaugsdóttur var vikið úr starfi þjálfara kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik á dögunum. Uppsögnin kom mörgum á óvart því gengi liðsins að hefur verið gott að undanförnu og staðan í deildinni góð þrátt fyrir ungan meðalaldur liðsins. Í kjölfarið á uppsögn Margrétar hætti eiginmaður hennar, Falur Harðrson sem formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en Falur, sem verið hefur viðloðandi körfuknattleiksdeildina frá unga aldri var á árum áður einn af burðarásum Keflavíkurliðsins og vann fjölda tiltla með liðinu, bæði í deild og bikar. Hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins Upphafið að brottrekstri Margrétar frá Keflavík má sumpart rekja til atviks sem upp kom síðastlið haust þegar upp komu deilur á milli hennar og Bryndísar Guðmundsdóttur, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, sem yfirgaf uppeldisfélagið sitt snögglega þegar Íslandsmótið var rétt að hefjast. Í kjölfarið á þeim deilum, sem snérust að sögn Margrétar um hlutverk Bryndísar í liðinu, sagði Margrét starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari lausu. „Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.“ Sagði Margrét í samtali við Vísi.is á þeim tíma. Mættu ekki á æfingar og boluðu [...]