Nýjast á Local Suðurnes

Loks sigur hjá Grindavík

Grindvíkingar nældu sér í langþráð þrjú stig í Pepsí- deild karla í knattspyrnu í gær, þegar liðið tók á móti Skagamönnum í Grindavík. Mikil bárátta einkenndi leikinn sem sem heimamenn sigruðu 3-2, eftir að hafa lent undir tvisvar sinnum.

Akurnesingar komust yfir snemma í síðari hálfleik, en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 64. mínútu. ÍA komst aftur yfir á 68.mínútu og Andri Rúnar Bjarnason jafnaði aftur úr vítaspyrnu á 80. mínútu. Sigurmark Grindavíkur skoraði svo Juan Manuel Ortiz Jimenez undir lok leiksins.

Grindvíkingar eru eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar.