sudurnes.net
Ljósanótt: Kynning hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Það verður nóg um að vera á Ljósanótt og eins og undanfarin ár verða hin ýmsu félög með kynningar á starfsemi sinni, þar á meðal Pílufélag Reykjanesbæjar sem verður með opið hús og kennslu föstudagskvöldið 4. september á milli kl.19:00 til 22:00. Pílukynning verður í boði fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir að líta inn og prufa í endurbættri aðstöðu félagsins að Hrannargötu 6. Laugardaginn 5. september verður svo Ljósanæturmótið haldið, mótið byrjar kl 13:00 og keppt verður í einmenning. Keppt er um farandbikar sem er staðsettur í húsi Pílufélags Reykjanesbæjar. Skráning í mótið er í síma 660-8172 og á staðnum til kl 12:30 á laugardeginum. Mótsgjaldið er 2500 kr. Meira frá SuðurnesjumBjóða upp á skotnámskeið fyrir börn og unglingaLéttar veitingar og lifandi tónlist í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú á fimmtudögum í veturFjölbreytt hátíðar- og skemmtidagskrá í Reykjanesbæ á 17. júní112 dagurinn: Opið hús hjá Rauða krossinum á SuðurnesjumBikarhelgi á Suðurnesjum – Grannar berjast í Keflavík og GrindavíkNágrannaslagur í Grindavík í kvöld – Pylsupartý og flottir stuðlar í tippinu!Blakdeildin tekur þátt í Heilsu- og forvarnaviku – Taka vel á móti nýliðumÖllu tjaldað til á 30 ára afmæli NettómótsinsOpið hús í bólusetninguHeimsleikarnir: Ragnheiður Sara í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdag