Nýjast á Local Suðurnes

Léttur sigur KR-inga í toppslagnum

KR-ingar eru komnir með fjög­urra stiga for­ystu á Kefla­vík á toppi Dominos-deild­ar­inn­ar eftir leik liðanna í kvöld og hafa auk þess bet­ur í inn­byrðisviður­eign­um liðanna. KR-ingar voru mun sterkari frá upphafi leiks í kvöld og var sigur þeirra aldrei í hættu, lokatölur 103-87.

Keflvíkingar lentu mest mest 28 stigum undir í leiknum, sem KR-ingar hófu af krafti, þeir skoruðu 36 stig í fyrsta leikhluta gegn 16 stigum Keflvíkinga. Keflvíkingar söxuðu aðeins á forskot KR-inga í upphafi annars leikhluta en það stóð ekki lengi, KR-ingar náðu 18 stiga forystu í leikhléi, 57-39.

þriðji leikhluti var eins og þeir tveir fyrstu, eign KR-inga frá a-ö  og voru þeir komnir með 26 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann 84-58. KR-ingar fögnuðu að lokum 16 stiga sigri, 103-87 og eru í góðri st-ðu fyrir lokaátökin í deildinni.

Jerome Hill skoraði 17 stig og tók 18 fráköst, Guðmundur Jónsson skoraði 14 stig og Reggie Dupree 12.