sudurnes.net
KSÍ úthlutar 118 Milljónum úr Mannvirkjasjóði - Milljón til Suðurnesja - Local Sudurnes
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 22. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta í níunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Keflavík og Njarðvík fá í sinn hlut 500.000 krónur hvort lið, Keflvíkingar til endurbóta á veitingaaðstöðu fyrir áhorfendur og Njarðvíkingar til framkvæmda við æfingasvæði félagsins. Til samanburðar fara 35.000.000 króna til uppbyggingar í Hafnarfirði og 25.000.000 króna til uppbyggingar á svæði Vals að Hlíðaenda. Alls var úthlutað til 24 verkefna, samtals um 118 milljónum króna. Í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla kröfur vegna leyfiskerfis KSÍ. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. Meira frá SuðurnesjumÞrjár öflugar í Njarðvík40 milljónir króna frá KSÍ til Suðurnesja vegna EMKeflavík sektað fyrir punghögg þjálfaraGuðjón Árni áfram með VíðiMinnisvarði um Hafstein Guðmundsson afhjúpaðurKnattspyrnudeild þarf meira fé – Umfang starfseminnar eykst með veru í deild þeirra bestuGrindavík semur við nokkra leikmennÞorvaldur hættur hjá KeflavíkGrannaslagur fótboltanum í Sandgerði í dagSuðurnesjaliðin í basli í Dominosdeildinni – Vandræði Njarðvíkinga hófust á grillinu