Nýjast á Local Suðurnes

KR-ingar tóku forystu í einvíginu gegn Njarðvík

KR-ing­ar skoruðu fyrstu átta stig­in í þriðja leiknum gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld og settu þannig tóninn fyrir það sem koma skyldi. Njarðvíkingar komust aldrei almennilega í takt við leikinn, sem lauk með sigri KR-inga, 72-54. KR-inga eru þar með komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna.

Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson áttu eins og flestir Njarðvíkingar erfitt uppdráttar, Logi komst til að mynda ekki á blað í fyrri hálfleik. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrst leikhluta og leiddu að honum loknum með ell­efu stig­um, 24-13. Þeir héldu frumkvæðinu í þeim næsta, þó Njarðvíkingar hafi aðeins náð að klóra í bakkann, KR-ingar leiddu í leikhléi með sjö stigum, 38-31.

Síðari hálfleikur hófst á þriggja stiga sýningu KR-inga sem ásamt afar þéttri vörn, sem Njarðvíkingar áttu erfitt með að bjóta á bak aftur, lagði grunninn að öruggum sigri, 72-54. Lykilmenn Njarðvíkinga voru í strangri gæslu og áttu erfittt uppdráttar í kvöld eins og sést á stigaskorun liðsins, Jeremy Atkinson var stigahæstur liðsins með 22 stig, Baginski skoraði 9, Ólafur Helgi 8 og Haukur Helgi 7.