Nýjast á Local Suðurnes

KR-ingar sterkari á endasprettinum gegn Njarðvík

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Njarðvíkingar héldu í við Íslandsmeistara KR-inga í fyrri hálfleik í leik liðanna í Ljónagryfjunni í kvöld, sá síðari var einnig jafn og spennandi þar til um fjórar mínútur voru eftir, en þá tóku KR-ingar völdin í sínar hendur, unnu leikinn með ellefu stiga mun, 89-100, nældu í stigin tvö og tóku efsta sæti deildarinnar af Keflvíkingum.

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig og Jeremy Atkinson skoraði sautján stig.

Tölfræði leiksins má sjá hér.